nöldur í amstrinu
Eitthvað til að missa vatnið yfir
Þá hef ég tekið að mér að skemmta íbúum mánagötu og kitla hláturtaugar þeirra, jah allavega til skamms tíma. Þannig atvikaðist um daginn að er ég kom heim, þá heyrði ég í bjöllu Megasar, heimiliskattarins. Nú þar sem það er sussum ekki mjög óeðlilegt að hann vilji nýta ferð mína inn í íbúðina til að skella sér með (nýtinn köttur), þá kíkti ég í kringum mig í þeirri von að festa augun á kvikindinu. En ekkert bólaði á spottinu. Samt heyrðist í bjöllunni, nú ég tók mig til og klóraði mér hressilega í toppstykkinu þangað til að ég fer að heyra angurvært en talsvert taugastrekt mjálm. Og það kemur að ofan!!! Nú næsta skref í stöðunni var að líta upp, en reyna samt að hafa það soldið lúmst því, jah mér þótti það frekar ólíklegt að spottið gæti flogið.. En þarna var hann!! upp á skyggninu fyrir ofan útidyrahurðina!!! Og hvernig komst hann þangað?!? ég bara spyr. Upphefst þá gríðarleg björgunartilraun. Þar sem kötturinn gerði sig líklegann til að stökkva niður varð að hafa hraðann á, svo ég setti í þiðja og brunaði upp í íbúð og náði í stól. Nú. Ég stillti honum upp og steig upp á hann í þeirri von um að mínir fjölmörgu cm myndu duga til að tegja mig í spottið og bjarga honum úr sjálfheldunni. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig þar sem ég virtist hafa farið í of djúpa sokka um morguninn og náði því ekki nógu langt til að fullnægja þeirri vegalengd er þurfti að drífa varðandi björgun þessa. Þar sem ég reyndi að tegja mig í kvikindið þá dettur stóllinn og þarna hangi ég á einni hendi á hraunskyggninu og dett svo niður.. ekki hátt fall, en samt nóg til að kæta viðstadda áhorfendur sem bæ ðe vei geru ekkert til að aðstoða bjargvættinn. Nú ég geri aðra tilraun enda spottið orðið talsvert frústererað, ég stillti stólnum nú upp við vegg og reyndi að tegja mig ennþá lengra.. nú það endaði með því að kvikindið beit mig bara og vældi enn þá meira.. Þá gerðist það.. brainstorm.. og himnarnir ljómuðu er þeir sendu mér þessa líka snjöllu hugdettu.. ég steig af stólnum og teigði stólinn upp í þeirri von um að spottið sægi sér fært að stíga á stólinn´. Nú hann gerði það eins og skot og ég leit út eins og fífl fyrir að hafa ekki fattað þetta, og það kætti mikið mína elskulegu nágranna í götu mánans.
Nú ég gekk hægt um gleðidyrnar heima með blóðugar hendur, en dýravinir, ekki örvænta ekkert sást á kettinum og hann var byrjaður að býta mig aftur mjööög fljótlega.+
Köttur upp á skyggni úti er ævintýri!!!
Þá hef ég tekið að mér að skemmta íbúum mánagötu og kitla hláturtaugar þeirra, jah allavega til skamms tíma. Þannig atvikaðist um daginn að er ég kom heim, þá heyrði ég í bjöllu Megasar, heimiliskattarins. Nú þar sem það er sussum ekki mjög óeðlilegt að hann vilji nýta ferð mína inn í íbúðina til að skella sér með (nýtinn köttur), þá kíkti ég í kringum mig í þeirri von að festa augun á kvikindinu. En ekkert bólaði á spottinu. Samt heyrðist í bjöllunni, nú ég tók mig til og klóraði mér hressilega í toppstykkinu þangað til að ég fer að heyra angurvært en talsvert taugastrekt mjálm. Og það kemur að ofan!!! Nú næsta skref í stöðunni var að líta upp, en reyna samt að hafa það soldið lúmst því, jah mér þótti það frekar ólíklegt að spottið gæti flogið.. En þarna var hann!! upp á skyggninu fyrir ofan útidyrahurðina!!! Og hvernig komst hann þangað?!? ég bara spyr. Upphefst þá gríðarleg björgunartilraun. Þar sem kötturinn gerði sig líklegann til að stökkva niður varð að hafa hraðann á, svo ég setti í þiðja og brunaði upp í íbúð og náði í stól. Nú. Ég stillti honum upp og steig upp á hann í þeirri von um að mínir fjölmörgu cm myndu duga til að tegja mig í spottið og bjarga honum úr sjálfheldunni. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig þar sem ég virtist hafa farið í of djúpa sokka um morguninn og náði því ekki nógu langt til að fullnægja þeirri vegalengd er þurfti að drífa varðandi björgun þessa. Þar sem ég reyndi að tegja mig í kvikindið þá dettur stóllinn og þarna hangi ég á einni hendi á hraunskyggninu og dett svo niður.. ekki hátt fall, en samt nóg til að kæta viðstadda áhorfendur sem bæ ðe vei geru ekkert til að aðstoða bjargvættinn. Nú ég geri aðra tilraun enda spottið orðið talsvert frústererað, ég stillti stólnum nú upp við vegg og reyndi að tegja mig ennþá lengra.. nú það endaði með því að kvikindið beit mig bara og vældi enn þá meira.. Þá gerðist það.. brainstorm.. og himnarnir ljómuðu er þeir sendu mér þessa líka snjöllu hugdettu.. ég steig af stólnum og teigði stólinn upp í þeirri von um að spottið sægi sér fært að stíga á stólinn´. Nú hann gerði það eins og skot og ég leit út eins og fífl fyrir að hafa ekki fattað þetta, og það kætti mikið mína elskulegu nágranna í götu mánans.
Nú ég gekk hægt um gleðidyrnar heima með blóðugar hendur, en dýravinir, ekki örvænta ekkert sást á kettinum og hann var byrjaður að býta mig aftur mjööög fljótlega.+
Köttur upp á skyggni úti er ævintýri!!!
